En nú kemur sagan: Vinur minn var að koma heim af fylleríi og missti símann úti í garði þegar hann var að klöngrast inn bakdyramegin. Það var hávetur og skaflar og vitleysa. Hann missti síman en tók ekki eftir því. Morguninn eftir fattaði hann að síminn var týndur og fór út í garð að leita - en það hafði snjóað og hann fann síman alls ekki. Svo leið og beið en loks kom þíða og síminn fannst eftir að hafa verið úti í frosti, snjó og rigningu í tvo mánuði. Hann var látinn þorna og svo var honum stungið í samband og viti menn hann virkaði fullkomlega. Þetta gerðist í fyrravetur og síminn er ennþá í lagi.
Nokia 6110 rúlar!
Talbína