Til hamingju! Þú hefur breytt símanum þínum í “tímasprengju”!
Þegar vatn kemst inn í síma og önnur rafmangstæki þornar það og skilur eftir sig steinefnahimnu, sem síðar veldur því að tæring myndast inni í símanum og skyndilega hættir hann að virka. Þetta er ferlega lúmskt, tækið þarf ekki einu sinni að komast í snertingu við vatn, það er nóg að gleyma því til dæmis í bíl yfir nótt, og koma svo með það inn í heitt og rakt hús. Ég steikti gömlu myndavélina mína á þann hátt.
Það sem ég ráðlegg þér að gera er að nota símann eins lengi og hægt er, en að vera jafnframt viðbúin því að hann deyji skyndilega!