Ericsson R520m er fyrsti GPRS síminn frá Ericsson. Hann er með 4 grátóna skjá, speaker, GPRS 3+1 (Eins og er, í júlí kemur hann með GPRS 4+1) hann er með mjög gott Voice dial, innbyggðan diktafón fyrir 1mín 30 sek af upptöku, hægt að synca hann við Outlook og Lotus Notes, svipað uppbyggð símaskrá og í 6210 og þetta er bara smá brot. Geggjaður sími, bara svoldið stór.
Motorola Timeport P260 er bara gamall Timeport með GPRS viðbót. Það er mikið hagstæðara að taka gamlann síma sem er búinn að sanna sig og græða í hann GPRS viðbót heldur en að koma með nýjann síma og lenda í barnasjúkdómum (Nokia 7110 er gott dæmi). Þetta gerði það að verkum að Motorola komu með fyrsta GPRS símann á markaðinn, en hann verður fljótur að detta út um leið og aðrir símar koma inn. Það kemur nýr GPRS sími frá Motorola í sumar, þessvegna borgar sig bara ekki að þróa 260 símann meira.