Sony gefur út gallaða síma fann þessa grein á netinu og vildu auðvitað deila henni með ykkur

Sony hefur neyðst til þess að afturkalla 420 þúsund farsíma vegna forritunarvillu. Símarnir, sem voru ætlaðir fyrir i-Mode-þjónustu NTT DoCoMo í Japan og byggja á Java, eru ónothæfir. Sony afhenti símana, sem eru að gerðinni SO503I, 9. mars sl. en gallinn kom ekki í ljós fyrr en síðar. Í kjölfarið féllu hlutabréf Sony um 2,5%, að því er fram kemur á netmiðlinum.Digi.no.

Sony er ekki fyrsta fyrirtækið sem hefur þurft að afturkalla síma fyrir DoCoMo því Ericsson mátti bíta í það súra epli að taka aftur i-Mode-síma sína þegar þeir voru tilbúnir. i-Mode-þjónustan byggist á tengingu við Netið og SMS-skilaboðum og gefur notendum kleift að spila leiki, fylgjast með fréttum eða afla sér ýmiss konar upplýsinga í gegnum farsíma.
———————————————–