Vá þetta er nú soldið lame áhugamál. Síðasta grein var send 23. júlí :D…
Það sem ég ætla að tala um eru þessu nýju símar. Ég hef tekið eftir því að vinkonur mínar keyptu sér nýja síma. Með myndavél og útvarpi og hljóðupptöku. Mér finnst voða gaman að leika mér í þessu (örugglega afþví að ég á ekki síma :)!)… En líka viku eftir að ein þeirra var búin að kaupa sér síma (með öllu þessu bráðskemmtielga dótiríi) þá sagðist hún vera búin að fá leið á þessu, “Gaman í viku, en síðan er þetta bara venjulegur sími” sagði hún.
Núna eru mamma og pabbi að spá í að kaupa síma handa mér (:D!), gef mér í jólagjöf þá, og ég var að hugsa hvort ég þyrfti nokkuð að vera að fá síma með öllu þessu, þó bráðskemmtielga, dótiríi. Þið hinir, gemsabörn, getið kannski sagt mér hvernig þið fílið þessi dótarí??
Og eg vil líka benda á það að hja vinkonu minni þá er hljóðupptakan orðin MJÖG léleg, og svo finnst mér myndavélin ekkert spes, en samt alltaf gaman að leika sér með þetta :P:P:P