Ég sá eftirfarandi grein á mbl.is :
Nemendur í grunnskóla í Singapore þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrópa en þar hefur verið farið af stað með smáskilaboðakerfi sem lætur foreldra strax vita ef börn þeirra mæta ekki í skólann.
Kennarar merkja við þá nemendur sem mæta ekki í rafrænan kladda en samkvæmt honum eru sjálfkrafa send út SMS-skilaboð í farsíma foreldra sem í segir að börn þeirra hafi ekki mætt í tíma.
Foreldrar svara svo þessum skilaboðum samkvæmt einhverjum af fjórum stöðluðum SMS-skilaboðum. Þau gefa ástæðu fyrir því af hverju barnið sé ekki í tíma eða segja að þau viti ekki af hverju barnið sé ekki í skólanum.
Kerfið verður reynt á um 400 nemendum skólans, 13 ára gömlum, en áætlað er að kerfið verið notað fyrir alla rúmlega 1.400 nemendur skólans fyrir lok ársins. Um 70% foreldra nemenda skólans eiga farsíma.