Ok SMS er nýr samskiptamáti sem jú verið þægilegur flýtt fyrir hinum og þessum hlutum og margt annað en er þetta ekki bara svona einskonar IRC2GO?
Þeir sem hafa einhverja reynslu af því að tala við fólk í gegnum e-mail, irc, sms eða einhvern svona skriflegan samskipta máta þekkja það að það er nánast ekkert til sem heitir feimni. Fólk er óhrætt við að skrifa niður það sem því sýnist .. yfirleitt jú út af því að það fær engin viðbröð nema í skrifuðum orðum. Hver kannast ekki við það að þegar maður segir ömurlegan brandara í partíi eða eitthvað og það kemur þögn yfir liðið og allir með svona “þú ert ömurleg/ur” svip.
Tökum dæmi.. strákur er að reyna við stelpu og byrjar á því að senda henni SMS í stað þess að hringja því hann veit ekki hvað hann á að segja við hana og hann veit að ef hann hringir í hana verður hann eins og fáviti því hann veit ekki hvað hann á að segja næst eftir að hún segir halló á móti en með SMSinu hefur hann góðan tíma til að svara… segjum að þau smsist í nokkra daga til að kynnast hvort öðru og líkar vel við hvort annað (n.b. eins og þau hegða sér í SMSunum) þannig að þau ákveða að hittast… svo þegar þau hittast þá koma þessi face2face viðbrögð sem þau eru ekki vön og geta svo ekkert spjallað sama og svo kemur ekki endilega þessi “hressi og skemmtilegi” persónuleiki í ljós sem var í SMSunum heldur kannski einhver allt annar… jafnvel bara “dead boring”. Segi ekki að þetta komi alltaf fyrir en … shit happens..
Hvað segið þið.. haldið þið að þetta eigi eftir að minnka samskiptahæfni uppkomandi kynslóðar? eða haldið þið að þetta eigi bara allt eftir að verða ok?