TDC, er eitt stærsta símafyrirtæki Danmerkur og hefur verið símafyrirtæki í því landi í rúm 100 ár(eða frá því að símar komu til Danmerkur)en fyrir tækið er eins og Landsíminn, ríkisrekið. Þetta fyrirtæki ætlaði sér eitt sinn að kaupa fyrrverandi Póst&Síma, eins og flestir vita var Póstur&Síminn eina Síma og Póstflutninga fyrirtæki hér á landi áður en það klofnaði. En TDC tókst ekki að samfæra ríkið að selja þeim Póst&Síma, enda álikti Íslenska ríkið að þetta væri tilraun Dana að reina að inniloka samkeppni á íslandi og eigna sér öll réttindi hvað varðar fjarskipti hér á landi.
TDC hefur síðan þá verið nokkuð á móti símanum(þó þeir sýndu það ekki) og lítið samstarf milli þeirra og sá Sonafone(ekki Vodafone eða sama fyrirtæki) mest um samstarf við íslensk símafyrirtæki.
En ég áttaði mig á einhverju einkennilegu þegar ég var á leiðinni til Spánar frá Kaupmannahöfn. Ég var inn á Castrup sá ég auglýsingu frá Vodafone, en svo neðst á auglýsingunni stóð TDC. Auglýsingin hljómaði svo(Welcome to Denmark from Vodafone(TDC))en það er hægt að sjá dæmi um slíkar auglýsingar um alla flugstöðina, og utan á henni og á svæði þess. Önnur slík auglýsing var á einum af TDC höfuðstöðum í Kaupmannarhöfn, en á henni var bara merki TDC, en auglýsingin var í stíl við auglýsingar Vodafone. Og fleiri á nokkrum Hótelum. Einnig eru auglýsingar þeirra í stíll við Vodafone auglýsingarnar, en eru bláar í stað rauðar.
Önnur vísbending var þegar TDC byrjaði samstarf við sameinað OGVodafone á Íslandi.
Þriðja vísbending var sú að þegar farið er inn á Vodafone.com er hægt að velja um lönd sem Vodafone starfar í. Þar kemur að sjálfsögðu Ísland, þegar maður smellir á Iceland er maður sendur á OgVodafone.is. En einnig er þar inni Danmörk, og þegar maður smellir á Denmark er maður sendur á Tdc.dk. Þessi vísbending er frekar staðreynt að TDC er ekki lengur hið “stóra” danska símafyrirtæki, heldur í eigu Breta!