Nokia hefur aukið þjónustu sína við íslenska farsímanotendur með því að opna
sérstakt Nokia þjónustuver á Íslandi. Tilgangur þessarar nýju þjónustu er að svara
spurningum Nokia farsímaeigenda um notkunarmöguleika tækja sinna.
Nokia er leiðandi fyrirtæki í fjarskiptaheiminum, ekki síst í tækninýjungum.
Markaðshlutdeildin er stór í heildina en líklega hvergi stærri en á Íslandi. Því er
vissulega við hæfi að Nokia farsímaeigendur og velunnarar hér á landi fái aukna
þjónustu enda bjóða tækin orðið upp á mikla möguleika og ekki óeðlilegt að ýmsar
spurningar vakni.
Það er Hátækni ehf. umboðsaðili Nokia á Íslandi, sem hefur haft frumkvæði og
milligöngu um að setja þjónustuna á laggirnar. Samskonar svarþjónusta hefur nýlega
verið opnuð á hinum Norðurlöndunum og fengið mjög góðar viðtökur.
Nokia þjónustuverið er að sjálfssögðu opið öllum sem hafa spurningu fram að færa
varðandi möguleika Nokia síma.
Guðmundur Sigurðsson