“þeir reka litla verslun í firðinum”
Þetta er rangt hjá þér. Þessi verslun eað þetta skot þarna undir stiganum í Firðinum er ekki á vegum Landsímans. Aftur á móti er ljóst að þeir hafa einhvern sölusamning við Landsíman þar sem allt er voða landssímalegt hjá þeim.
Sönnun á því að þetta er ekki landsímabúð:
1 lagi. Þessi búð er ekki nefnd sem verslun á heimasíðu símanns.
2 lagi. Þú getur ekki gert léttkaup símans þarna né borgað símareikninga.
3 lagi. Þeir einblína á farsímalausnir. Símabúðirnar einblína á heildarlausnir fyrir einstaklinga og heimili.
Ég á núna síma sem styður MMS og allt þetta nýjasta, ég nota þetta ekki því ég er hjá Og-Vodafone. Ég veit alveg afhverju MMS er ekki komið hjá þeim. Aðalástæðan er sú að þeir eru enn að reka 2 farsímafyrirtæki, TAL-kerfið er keyrt á Nortel lausnun og Íslandssíma er keyrt á Ericsson-lausnum. Það er auðvitað rugl að versla tvær MMS-lausnir þegar verið er að sameina kerfin sem er miklu meira en að segja það.
Talandi um Email. Ég sendi og sækji email vilt og galið með mínum síma. Ég þarf ekki að ná í tóna, en ég get gert það á mjög einfaldan hátt. Fer á heimasíðuna þeirra og virkji þessa þjónustu á SIM-kortinu mínu. Getur sett þar inn og tekið út ýmsar þjónustur. Hef ekki spáð í leikjum, þetta er fjarskiptatæki ekki leikfang.
Talandi um frelsi hjá þessum fyrirtækju. Ef þú notar síman lítið (sem ég reyndar efast um). Þá rennur kortið þitt út eftir 6 mánuði hjá símanum, miðað við eftir að þú settir síðustu inneign inn. Hjá Vodafone virkar það þannig að 6 mán eftir að inneiginin klárast þá rennur kortið út. Semsagt mjög hægstætt fyrir fólk sem notar síman lítið sem ekkert,, belive me.. það er til nóg af þannig fólki. Þannig það er kannski sárt að eiga inni 800kr inneign hjá símanum og komið á 6 mán og hún hverfur ásamt símanúmerinu þínu. Betra bara að leggja inn þegar þú klárar þessa inneign þó það taki 15 mán að klára hana.
Svo er eitt sem má koma fram, en ég tel þetta samt sem áður slaka afsökun. Álagið á staffið í þjónutsuveri OG hefur aukist gífurlega við sameiningu TALs og Ísl.síma. Veit ég að þarna voru 2 mismunandi starfshættir í gangi, sýnu skárri hjá TAL miðað við svarhlutfall starfsfólks þar. Þetta getur alltaf farið mis vel í fólk að tileinka sér gjörbreytta hluti eftir kannski 2 ára starf. Fólk verður að hafa það bakvið eyrun, en þetta er samt slæmt að segja að miðað við það að þegar maður hringdií TAL á sínum tíma var ég kannski 30 sek á hold. Þegar ég þurfti að hringja í ísl.síma á sínum tíma var ég kannski 5mín á hold. Í fyrradag hringdi ég í vodafone og var 9mín á hold. Það er mun verra en síminn.
Ég býst reyndar ekki við að vodefone verði ásættanlegt að fullu leyti þar til eftir svona 6 mán. Ég er það síma- og tæknilæs sjálfur þannig það pirrar mig ekki. Ég þarf ekki að þjónustuveri að halda eins sumir í hvert sinn sem SMS fer ekki í gegn(af því að inneign er búin, best að hafa þetta í reikning krakkar). Ég get líka lesið heimasíðunna þeirra og fengið allar lausnir þar, því ég kann að leita og lesa. Það þarf ekki leiða mig, þess vegna er ég ánægður þar em ég er. En ég fæ líka alltaf skýr og mjög góð svör þegar ég hringi og spyr útí hin ýmsu mál hjá þeim, aldrei var við dónaskap eða annað. Held bara þið kallið þetta dónaskap af því þessu er ekki svarað á ykkar hátt