Könnunin fór þannig fram að talað var í símana í þrjár mínútur hverja klukkustund, en þess á milli voru þeir látnir standa óhreyfðir.
Framleiðendur síma með Li-Polymer-rafhlöðum halda því sumir fram að rafhlöðurnar ráði við allt að ellefu stunda samtal, en í könnuninni entist enginn þeirra í meira en einnar klukkustundar samtal.
Motorola V70 var sá sími sem kom verst út úr könnuninni. Hann entist í alls 11 klukkustundir með 33 mínútna samtali. Nokia 3510i stóð sig best, rafhlöðurnar gáfust upp eftir 26 klukkustundir, en það þýðir að samtalstíminn var ein klukkustund og 18 mínútur.
————–