Flest af ykkur kannast við nýjasta fyrirbærið í tækniheiminum, myndsímann. Fyrir þá sem kannast ekki við hann (líklega fáir) þá eru myndsímar einfaldlega símar sem eru með innbyggða myndavél í sér og geta tekið myndir. Þeir komu fyrst á markaðinn í Japan fyrir þremur árum og svo tvemur árum seinna til Evrópu og Ameríku. Síðan þá hafa þeir verið undrun ein og merkasta tækið í heimi. Það eru margir kostir og gallar þó við þessa síma. Aðal kosturinn er náttúrulega sá að hann má nota til þess að taka myndir og hringt með einu tæki. Maður getur sennt myndirnar hvert sem er á aðeins örfáum sekúndum. Þeir eru svo handtækir að læknar á sumum sjúkrahúsum hafa farið að nota svona síma til að taka myndir af röntgen- og sneyðmyndum til og frá um sjúkrahúsin svo að læknarnir geta greint myndirnar og hlúað að sjúklingunum mun fljótar en ella. Símarnir hafa jafnvel hjálpað að berjast við glæpi. Þegar búð var rænd voru þjófarnir festir á mynd af manni sem var að versla og hafði einmitt með sér myndsíma. Þannig geta nú myndsímarnir verið notaðir í góða hluti.
En þeir geta nú augljóslega verið notaðir í vonda hluti. Einn af myndsímunum var notaður af morðingja sem tók myndir af því hvernig hann drap fórnarlamb sitt og aflimaði það. Fyrr á árinu voru nokkrir strákar að taka myndir af stelpu að sturta sig og sendu vinum sínum. Þetta varð mikið mál, enda var hún undir lögaldri, og nokkrar kærur voru lagðar á hendur drengjanna.
Í nokkrum löndum hafa myndsímarnir verið bannaðir í sundlaugum vegna svona mála. Kvikmyndarhús erlendist hafa einnig bannað símana en oft reynist erfitt hindra það að fólk taki þá með sér þangað.
Aðal myndsíma framleiðendurnir, eins og Nokia og Ericson, hafa lítið sem ekkert skipt sér af þessum málum. Fréttamenn segja hinsvegar að þeir ættu að fara að passa sig því e.t.v. gætu ýmsir atburðir gerst.
Myndsímar eru kannski mikil bylting, en hafur ekki góða fylgifiska…
Skrifuð með frétt úr Times í huga.