Farsíminn hefur oft reynst bjargvættur á neyðarstundu en þessi þarfi þjónn gæti orðið enn betra hjálpartæki í náttúruhamförum eins og í snjóflóðum eða jarðskjálftum. Að sögn BBC eru vísindamenn á rannsóknarmiðstöð Toshiba í Bristol á Englandi að þróa neyðarkerfi sem vyrkar þannig að allir símar á tilteknu hamfarasvæði eru látnir hringja neyðarhringungu. Fólk á svæðinu sem er heilt á húfi myndi þá slökka á hringingunni en björgunarsveitir gætu leitað hinna með því að hlusta eftir hljóðinu. Með þessum hætti væri fyrr en ella unnt að finnna fólk sem lent hefur undir snjóflóði eða liggur undir húsarúsum í jarðskjálfta,enda skiptir þá hver mínúta máli, segir í fréttinni.
Fyrirgefið stafsetningar villu