Var að hitta ungann frænda minn í gærkveldi og er sá Golfáhugamaður. Hann var að koma af Hafnarfjarðar vellinum og var að segja mér soldið sem ég ekki þekki.
Hann fullyrti að það hafi verið í gangi Golfmót á vellinum þann daginn með um 100 þáttakendum og að WAP símar hafi verið notaði við að skrá inn höggafjölda þáttakenda á hverri holu og þessu verið safnað saman jafnóðum í tölvu og þar með hafi úrslit verið að fæðast jafnt og þétt meðan á mótinu stóð.
Vitið þið hvort þetta er gerlegt og síðan hvenær var hægt að nota wap í svona hlut? Er kanski til margt annað sem hægt er að nota wap símana í sem manni hefur ekki dottið í hug að væri hægt? Er hægt að kaupa svona nokkuð einhverstaðar eða er þetta bara spurning um að finna vöruna á netinu?
kv. plato