Eitt vinsælasta fyrirbrigðið sem til er í farsímaheiminum eru hringitónar. Flestum þykir það ógurlega pirrandi að heyra kunnuglegann hringitón… teygja sig eftir símanum sínum og kíkja á skjáinn til að sjá hvort einhver skemmtilegur sé að reyna að ná sambandi og manneskjan við hliðina tekur upp símann sinn og svarar honum.
Þessvegna fann farsímaguðinn umm “þinn eigin hringitón”. Þannig að þú getir verið með hringitón sem enginn annar er með.
Fyrstu tónarnir voru í mono, símarnir gátu bara spilað eina hljóðrás í einu. Það var gífurlega misjafnt hvernig lög hentuðu í þetta form. Lög hljómsveita eins og Air og U2 hljómuðu ákaflega hjákátlega og margir tónlistarmenn fengu sett bann við því að lög þeirra væru notuð sem hringitóanr.
Í dag eru farsímarnir farnir að nota hringitóna í Steríó… eða öllu heldur fjölrása hringitóna. Símarnir geta spilað (mis) margar rásir í einu. Þannig geta Nokia símar dagsins í dag spilað 4 rásir í einu, nýjustu SonyEricsson spila 32 rásir í einu og Samsung eru að koma með síma sem spilar 40 rásir. Þetta þýðir að símarnir spila hringitónana misvel. Tónn sem hljómar vel í SonyEricsson gæti hreinlega verið falskur í Nokia.
Flestir símarnir í dag nota Midi skrár sem fjölradda hringitóna. Midi skrá er ekki hljóðskrá svipað og MP3 eða WAV, heldur svona samansafn skipana sem tölvan túlkar síðan sem mismunandi hljóðfæri. Midi skrár geta því verið agnarsmáar.
Aðalkosturinn við að nota Midi er að nú er virkilega hægt að búa til hringitóna með venjulegu hljómborði eða bara midi forriti eins og t.d. Cubase. Það eina sem þarf að passa upp á er að hljóðskráin passi fyrir símann sem á að nota hana í. Þetta á þó sérstaklega við um Nokia símana því þeir spila bara 4 tóna í einu.
Svo eru til símar sem geta spilað hljóðupptökur, eins og t.d. SonyEricsson P800, Nokia 7650 og 3650 svo einhverjir séu nefndir.