Jæja.. kæru hugarar. Ég fór og keypti mér þennan flotta síma hjá símanum,7210 síma. Eyddi fjörtíu þúsund krónum í hann, svo fór ég með hann heim og hlóð hann í 16 tíma. Svo byrjar notkunin og virkar voðalega vel í 2 daga. Svo byrjaði gprs-ið að klikka eitthvað, komst ekki inní home í service, þannig að ég skundaði uppí síma verslun og fékk þar þær upplýsingar að það þyrfti að uppfæra hugbúnaðinn í símanum hjá Hátækni. Ég dreif mig á stað uppí ármúla og þar varð ég að setja símann minn í viðgerð í einn virkan dag. Eftir að ég fékk símann til baka frá þeim hefur hann bara verið leiðinlegur, tekið uppá því að slökkva alltaf á sér, frjósa,segja að sim kortið sé hafnað, kemur líka takmarkanir á síma og líka þegar maður ætlar að kveikja á honum er eins og byrji starta sér en svo slökknar á honum. Þannig að… ég fór uppí símann áðan og lét þau fá hann hjá þjónustuverkstæðinu þar, og þau ætla að senda til hátækni fyrir mig og það á taka 10 VIRKA daga að fá hann aftur og í sárabætur létu þau mig fá einhvern ljótan, stóran, klunnalegan motorola síma sem ég kann ekkert á og er örruglega 5 þúsund króna virði.
Þetta finnst mér lélegt, að láta mig fá einhvern rusl síma, sem er ekki einu sinni sambærilegur 7210 símanum mínum, að ég þurfi að bíða í 10 virka daga (til 11 júni!). Afhverju tók þeir bara ekki upp nýjan síma fyrir mig og létu mig fá hann ?
Frekar léleg þjónusta fyrir að hafa eytt 40 þúsund í nýjan síma, plús það að ég er með adsl línu frá þeim, þjónstuna við hana, heimasíma og gsm síma konunar minnar!
p.s. og það er líka vesen með adsl hjá okkur tengt reikninga deildinni
Ég er sem sagt orðinn mest pirraður á Símanum
Kveðja EinarSig