Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði í dag (16.5.2003) að kröfu Landssíma Íslands lögbann við því að Og Vodafone noti vörumerkið “frelsi” eitt og sér í tengslum við fjarskiptaþjónustu sína. Og Vodafone hefur ákveðið að bregðast við lögbanninu með því að bjóða upp á nýja þjónustu í stað “Frelsis” – fyrirframgreiddrar símaþjónustu félagsins. Mun hún heita “Málfrelsi”. Félagið er engu að síður ósammála úrskurði sýslumanns og hyggst fá lögbanninu hnekkt.
Telur Og Vodafone að “frelsi” sé algengt orð og eitt mest notaða orð íslenskrar tungu, sem og í öðrum tungumálum. Ekki verður lagt almennt bann við notkun þess orðs, ekki einu sinni á einstökum sviðum eins og t.d. á sviði fjarskipta. Orðið verður ekki tekið frá fyrir einn aðila og honum veittur einkaréttur til að nota það. Eitt af markmiðum nýrra fjarskiptalaga er að gera fjarskipti frjáls eftir aldarlanga einokun og ófrelsi í fjarskiptum. Það kann að reynast erfitt að fjalla um það frelsi, ef Landssími Íslands fær einkarétt á að nota það á þessu sviði.
Tal, sem nýverið sameinaðist Íslandssíma og Halló, undir merkjum Og Vodafone bauð upp á fyrirframgreidda símaþjónustu undir merkinu Talfrelsi. Almennt gengur þessi þjónusta undir nafninu Frelsi og nýta tugir þúsunda landsmanna þessa þjónustu. Landssíminn fékk hins vegar nýverið “frelsi” skráð sem vörumerki undir flokknum fjarskiptaþjónusta. Þessu hefur Og Vodafone mótmælt og krafist fyrir dómstólum afskráningar á vörumerkinu.
Þess vegna sagi ég enn og aftur SÍMINN er ömulegasta fyrirtæki íslands og ég bið ykkur um að vera ekki að skipta við þá, því það er bæði dýrara og heimskara fyrirtæki á öllum sviðum !!!
(Eða hvað finnst ykkur viðskiptavinum SÍMANS um svona hegðun??? og kalla það svo “frelsi” sjálfir (telst það vera þá mikið frelsi ef aðeins einn má nota það orð!!!)