Hæ! er einhver hér sem á/hefur átt SonyEricsson T65?? Ég er nefnilega búin að eiga einn í hálft ár, og mér finnst þetta alveg æðislegur sími, en núna allt í einu er hann orðinn skrýtinn. Í eitt skiptið þá ætlaði ég að hringja, og það festist bara á skjánnum “Calling…..” og myndin hreyfðist eins og síminn væri að vinna, en nei ekkert gerðist. Þetta var svona í ca.5klst. þangað til ég loksins tók SIM kortið út (til að reyna eitthvað - batteríið er skrúfað fast við) og þá loksins, eftir smá stund byrjaði hann að virka aftur. Þetta gerðist í þarsíðustu viku. Svo akkúrat núna var ég eitthvað að skoða símann minn og allt í einu slokknar á honum (ég hlóð hann í fyrradag - batteríið endist í 10 daga) og það er ekki séns að kveikja á honum aftur. Þannig hann er á leiðinni í viðgerð eða eitthvað.
En það sem mig langar að vita er, hvort aðrir T65 notendur hafi lent í þessu sama….ég var nefnilega að skoða á vefverslun símans, þar eru margir “6-mánaða gamlir” símar enn í versluninni, en einhverra hluta vegna er T65 alveg horfin! Er einhver ástæða fyrir því að þessi sími er ekki seldur enn? Ég meina, ég keypti hann á 20þús fyrir 6 mánuðum! Og mig minnir meira að segja að mánuði áður en ég keypti hann kostaði hann 29þús!! Mér finnst þetta eitthvað gruggugt.
Kveðja,
dentist