SonyEricsson P800 einn sá besti!
SonyEricsson P800 snjallsíminn getur spilað MP3, hreyfimyndir og tekið myndir og þetta er aðeins brotabrot af því sem hann getur. P800 síminn sameinar kosti lófatölvu og farsíma. Hann hefur snertiskjá og er hægt að skrifa texta inn í hann á þrjá mismunandi vegu, með handskrift sem skilur íslensku, lyklaborði og 12 stafa takkaborði eins og á venjulegum farsíma. Hann hefur rauf fyrir Sony Memory Stick DUO minniskort sem eru smækkuð útgáfa Memory stick minniskortanna frá Sony, en Memory Stick DUO verða fáanleg bráðlega með 64 MB og 128 MB minni. Eins og góðri lófatölvu sæmir fylgir P800 sérstakur borðstandur með tengi fyrir hleðslutæki og tölvu. Þá er hægt að “samkeyra” dagbók, símaskrá, tasks og tölvupóst úr Outlook og Lotus Notes upplýsingakerfum inn í P800 símann. Hann getur sent og móttekið MMS skilaboð, tölvupóst og SMS, hann hefur 4096 lita skjá og getur ekki aðeins skoðað WAP síður því hann getur einnig opnað flestar vefsíður af venjulegri gerð.


kveðja Anton1