Hæ hæ, ég er ein af þeim sem passa alltaf mjög vel upp á símann sinn. Ég átti 3310 og hlóð ALDREI yfir batteríið, heldur kláraði alltaf, o.s.fv. þannig að þið vitið það, ég fór mjög vel með þennan síma.
Nema svo einu sinni fór síminn alltíeinu að slökkva á sér þegar ég talaði í hann, þó svo að hann væri nýhlaðin. Ég fór þá með hann í viðgerð og ákveðið var að senda hann til Reykjavíkur (ég bý út á landi). Ég man ekki hversu margar vikur þetta tók (ca. 3), en allavega á endanum var hringt í mig að sunnan og mér sagt að síminn minn væri ónýtur..!!!!!! það hefði komist vatn inn á hann (reyndar man ég ekki eftir því að hafa verið að nota símann minn útí rigningu því eins og ég sagði fór ég extra vel með hann)!!
Svo var mér sagt að viðgerðin væri ókeypis ef ég vildi ekki fá símann minn aftur, en ef ég vildi fá hann sendann heim myndi það kosta um 1800 kr. En ég vildi fá frontið til baka og það var sent og kostaði ekkert. En ég hugsaði að ég hefði nú lítið að gera með símann minn fyrst hann var ónýtur, og borga 1800. Þannig að ég lét senda mér frontið, og eins og ég sagði þá kostaði það ekkert.
Svo svoldlu síðar, sá ég eftir að hafa ekki bara látið senda mér símann. Vegna þess að það helltist úr heilu sprite glasi yfir vinkonu minnar síma, sem er alveg eins, og frændi minn gat lagað hann. Þá hringdi ég og sagðist vilja fá símann minn aftur (var komin með nýjann betri síma en ætlaði að eiga þann gamla líka) en þá var auðvitað búið að henda honum, sem ég bjóst svo sem við.
En svo talaði ég um þetta við frænda minn, og þá hafði hann lent í þessu sama með símann sinn. Hann hafði farið með hann í viðgerð, því eitthvað var að honum og honum hafði líka bara verið sagt að það hefði komist vatn inná hann. Svo fór hann í vinnuna sína og nefndi þetta þar, og þá voru fleiri sem höfðu lent í þessu. Þá spyr ég bara: er þetta afsökunin sem fólkið þarna hefur? að það hafi komist vatn inná símana? hvað segja þau þá þegar þessir nýju vatnsheldu símar koma í viðgerð? þá eru þau komin í verri mál og e.t.v. hætt að græða aukahluti..!!!!!!
Ég var allavega frekar pirruð. Þegar ég hringdi svo og spurði fólkið þarna af hverju það kostar ef maður ætlar að fá ónýta síma til baka en annars ekkert og hún sagði að þau gætu ekki látið fólk borga peninginn ef það vildi ekki fá símann sinn til baka, sem er náttúrulega skiljanlegt. Ég var mest svekkt yfir því að vera of sein (alltof sein) að hringja og fá símann minn til baka og borga þeim, því að frændi minn hefði getað lagað hann. En við þessu er ekki mikið að gera.
Hafa fleiri lent í svipaðri aðstöðu?