![SonyEricsson P800 - Snilldin ein!](/media/contentimages/7368.jpg)
Hann hefur rauf fyrir Sony Memory Stick DUO minniskort sem eru smækkuð útgáfa Memory stick minniskortanna frá Sony, en Memory Stick DUO verða fáanleg bráðlega með 64 MB og 128 MB minni. Eins og góðri lófatölvu sæmir fylgir P800 sérstakur borðstandur með tengi fyrir hleðslutæki og tölvu. Þá er hægt að “samkeyra” dagbók, símaskrá, tasks og tölvupóst úr Outlook og Lotus Notes upplýsingakerfum inn í P800 símann.
Hann getur sent og móttekið MMS skilaboð, tölvupóst og SMS, hann hefur 4096 lita skjá og getur ekki aðeins skoðað WAP síður því hann getur einnig opnað flestar vefsíður af venjulegri gerð. Það mun svo líklega breytast þann 17. janúar þegar Opera vafri fyrir P800 með “Small Screen Rendering” tækni verður gefinn út. Þá mun P800 væntanlega geta opnað allar vefsíður… en það á að sjálfsögðu eftir að koma í ljós hvort t.d. Flash síður verða skoðanlegar.
Það er hægt að setja auka forrit upp í P800 eins og í venjulegri tölvu. Ef þér þykir eitthvað vanta í hann, er líklegt að þú eigir skoðanabræður og ef heppnin er með hefur einhver þeirra tekið af skarið og skrifað forrit sem leysir úr þeirri þörf. Til dæmis hafa verið búin til forrit sem geyma leyninúmer og halda utan um gildistíma greiðslukorta, glás af tölvuleikjum, niðurteljari, forrit til að halda utan um bensíneyðslu, ICQ spjallforrit, meira að segja Doom er til fyrir P800.
Hjúff! Ég er búinn að skrifa meira en ég ætlaði… og held að ég hafi gleymt ótal hlutum. Ég vona að þessi grein vekji amk forvitni…