Maður í Noregi lenti í fangelsi af þeirri ástæðu að senda sms á rangan aðila.
Samkvæmt fréttum í norska blaðinu “Vesterålen-Online” ætlaðí maður að selja vini sínum svolítið. Hann sendi sms um að hann hafði útvegað það sem þeir höfðu talað um fyrr um daginn.
En hann var svo óheppin að velja rangt símanúmer og skilaboðin voru send í síma lögreglumanns sem var í númaraskránni.
Lögreglumaðurinn þekkti númerið og skildi það sem um ræddi. Hann brást við strax og svarði hversu mikið hann ætlaði að kaupa og það að þeir mundu hittast við Hjálpræðisherin á Melbu.
Maðurinn var tekin með 5 grömm af hassi og 1/2 gramm af amfetamíni á sér. Við húsleit hjá honum fundust líka 9 gr. hass og 1/2 gramm amfetamín.
Maðurinn var síðar dæmdur í 30 daga fangelsi og sekt upp á 5000 norskar krónur. 50.000 íslenskar miðað við gengi í dag.
Hvernig gat þetta farið svona ?
Jú lögreglumaðurinn og kaupandin höfðu sömu nöfn.
Maðurinn hafðí áður verið í vandræðum og þess vegna var nafn lögreglumannsins í síma fíkniefnasalans.
(Þýtt og staðfært af www.mobil.se)
Svo maður verður að passa sig þegar maður er að senda SMS að það sendist á réttan aðila.