Nokia símar bila mest! Það er mikið búið að skrifa um það hversu langann tíma það taki að láta gera við Nokia síma. Flestir skella skuldinni á Hátækni, sem rekur eina Nokia verkstæðið á Íslandi. Eftir lestur neðangreindrar greinar kemur í ljós að Hátækni eru ekki einu sökudógarnir:

Tekið af mbl.is

arsímar frá finnska fyrirtækinu Nokia virðast bila oftar en aðrir símar, að því er kemur fram í könnun sem gerð var á vegum norska ríkissjónvarpsins NRK og verður birt í kvöld. Fram kemur í norska netmiðlinum Nettavisen að þriðji hver eigandi Nokia-síma þurfi að fara með síma sinn í viðgerð á fyrstu sex mánuðunum eftir að símarnir eru keyptir.
Haft er eftir Nilla Peterson, upplýsingafulltrúa hjá Nokia, að þessar tölur stemmi ekki en fyrirtækið taki málið hins vegar alvarlega og ætli að komast til botns í því.

Expertgruppen, sem er önnur stærsta farsímaverslun í Noregi, selur um 200 þúsund farsíma ár hvert. Af 20.250 Nokia-símum sem fyrirtækið selur að jafnaði árlega hafa 7.330 þurft að fara í viðgerð innan hálfs árs. Verst hefur 3410-síminn komið út og hafa um 60% af slíkum símum þurft að fara í viðgerð.

Grein af mbl.is endar.

Það er semsagt ekki skrýtið að mikið sé að gera í Hátækni miðað við þessar tölur. Mest seldu símarnir bila jafnframt meira en símar frá öðrum framleiðendum. Hvað ætli valdi þessu?