jæja, mig langar að skrifa nokkrar línur um reynslu mína af gemmsum.
Ég tala mikið í gemmsa og hef nú átt 4 tegundir af símum, allir nokia símar.
Sá fyrsti var 3210, sem ég held að hafi verið einn af þeim fyrstu með ekkert loftnet. Hann var fínn og ég gat blaðrað töluvert í hann nema ef hann var í hleðslu þá hitnaði hann of mikið.
Svo bilaði hann rétt eftir að ábyrgðin rann út og ég skipti yfir í eldri týpu 5110 glæsilegur sími í alla staði og frábær reynsla.
En ég fann einhverja þörf fyrir að uppfæra þó 5110 væri í þokkalegu lagi og ég keypti mér 3310. Sá sími enntist í 3 vikur og slökkti svo á sér.. gallað eintak sennilega.
Eftir mikið rifrildi við söluaðila fékk ég nýjan síma og það var 5210.. flottur sími og stútfullur af fídusum. En þá byrjar hausverkurinn.. ó mæ god segi ég nú bara.. ég gat talað í þennan síma í kannski 10mínutur án þess að fá dúndrandi hausverk í gegnum hálfan hausinn.
Það var svo slæmt að ég gat ekki notað gripinn. Losaði mig við hann og fékk mér 3410. Nettur sími og í alla staði þægilegri en 5210. En það er svipuð saga með hausverkinn. Ég má bara nú orðið eyða takmörkuðum tíma í síma annars verð ég bara ómögulegur :(
svo spurning mín til ykkar.. er þetta normal? hvað er ykkar reynsla? er síminn bara að steikja á mér heilann eða hvað?