Núverandi stjórnendur hafa gert ótalmargar tilraunir til að endurlífga áhugamálið með misgóðum árangri en helsta verk núverandi stjórnana er að samþykja aðsent efni og að fylgjast með þráðunum.
Við erum að leitast eftir áhugasömum hugarara sem er með hugmyndir um áhugamálið og viðkomandi þarf helst að hafa einhvern frítíma til að nenna að standa í einhverjum skrifum.
Grunnkröfur huga eru þessar:
Notandi þarf að hafa náð 16 ára aldri.
Notandi þarf að hafa sent a.m.k. inn 10 greinar og sýnt fram á hann sé ágætis penni.
Þarf að hafa náð 1000 stigum á hugi.is
Þarf að hafa vit á áhugamálinu sem sótt er um
Þarf að hafa sent inn greinar í viðkomandi áhugamál sé áhugamálið ekki nýtt
Þarf að koma reglulega inn á áhugamálið (helst á hverjum degi) til að samþykkja efni og halda utan um áhugamálið.
Hægt er að beygja grunnreglur huga þar sem þetta áhugamál hefur ekki verið lengi uppi.
Kröfur áhugamálsins eru þær að umsækjendur hafi þekkingu á sviði ævintýrabókmennta og kannist við sögur, persónur og byggingu hinnar helstu ævintýrabókmennta og að aðilinn hafi grunnþekkingu í greinarskrifum.
Hægt er að sækja um hérna.
Svo er líka þægilegt fyrir okkur að þið látið vita með því að svara hérna ef þið ætlið að sækja um, þar sem við sjáum ekki umsóknirnar beint heldur aðal yfirvaldið á huga.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að spyrja.
Stjórnendur á /Fantasia.