Því miður þá hefur þetta áhugamál verið frekar dautt undanfarið.
Það er líklega hægt að kenna stjórnendum um, en ég persónulega er í mjög ströngu námi svo ég hef ekki mikinn frítíma og kalla þessvegna eftir hjálp ykkar. Verk okkar stjórnanda er ekki að senda inn greinar (vissulega geri ég það sem ég get þegar ég hef tíma), heldur að passa að öllum reglum huga sé fylgt á áhugamálinu. Sá partur er vel “coveraður” en það þarf að fylla upp í hitt gatið.
Ég vill bara hvetja ykkur til að skrifa bókagagnrýni, triviur, stuttar greinargerðar (þá sérstaklega þegar þið eruð nýbúin að lesa bækur) og ýmislegt. Það á ekki að vera mikið vandamál að skella saman ágætri grein eftir lestur á hverri bók og ég hvet ykkur til að gera það :)
Hvetjum fólk líka til að gera kannanir og senda inn myndir.
Með von um góðar viðtökur: Stjórnendur á /Fantasia.