Við stjórnendur á áhugamálinu erum orðin svolítið leið á því hvað það er lítið að gerast hérna svo við ætlum að efna til Fan Art Keppni.

Reglur:

* Myndirnar þurfa að vera af einhverri ævintýrabókmenntapersónu.
* Hámarks myndafjöldi á notanda eru 3 myndir.
* Myndin má vera handgerð og tölvugerð.
* Myndin má ekki vera það stór að huga kerfið hafni henni ( ekki stærri en 1024x768 ).
* Myndin verður samt að vera nógu stór svo maður þurfi ekki að píra í hana til að sjá hvað er á henni.
* Myndin skal vera gerð af þér og ég vona að engin merki um stuldur á myndum muni koma upp.
* Það verður að senda inn myndina fyrir miðnæti þann 20. júlí. Ef ekki verður orðin næg þáttaka fyrir þann tíma þá getur verið að tíminn verður framlengdur til 1. ágúst en eins og staðan er núna miðum við við 20. júlí.

Athugið að á meðan á keppninni stendur verða allar aðrar myndir í biðstöðu.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda mér eða LindeLou skilaboð.

Með von um Góða þáttöku: Contemplative og LindeLou, stjórnendur á /fantasia.