Þá er komið að Triviu 14. Ég biðst afsökunar á seinkuninni.
Stig síðustu viku fóru svona:
Morgothal: 6 stig
BillyTheWerewolf: 4 stig
jolamadurinn: 2 stig
Stigin standa svona:
Morgothal: 65 og 1/2 stig
BillyTheWerewolf: 51 stig
THT3000: 23 stig
Mendoza: 16 stig
Master Chief: 10 stig
RemusLupin: 9 og 1/2 stig
Lestrarhestur: 8 stig
Jolamadurinn: 7 stig
DonFeiti: 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani: 5 stig
peegoony: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
girl88: 2 stig
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig
OfurGuffi: 1 stig
Svörin:
1. Hvað hét mamma Eragons?
Selena
2. Hvað stendur á hatti galdramannsins Rincewind?
Wizzard
3. Hvað heitir aðalpersóna bókarinnar Rúnatákn?
Malla Smiðs
4. Hvað heitir höfuðborg Kalormen, nágrannaríkis Narníu?
Tassban
5. Í bókinni um Skelmi Gottskálks eru 2 tegundir af galdramönnum. Hvað heita tegundirnar og hver er helsti munurinn á þeim?
Frumnumar: sem beyta göldrum tengdum eldi, jörðu, vatni og lofti, og fullnumar: sem beyta flóknari tegundum af göldrum, t.d. ummyndun og hugsanalestri.
6. Í lok Skuggasjónaukans tekur Pantalæmon sitt endanlega form. Hvernig er það?
Skógarmörður
7. Hvað heitir systir Butlers í Artemis Fowl?
Júlía Butler
8. Hvað eru margar vampíruhirðir í The Dresden Files?
Fjórar: Hvíta hirðin, Rauða hirðin, Svarta hirðin og Jaðehirðin.
9. Hvað heitir verndargripur barnslegu keisaraynjunnar í Sögunni Endalausu?
AURYN
10. Spurt er um bókaflokk:
Bækurnar eru þrjár. Sú þriðja var þýdd á íslensku um þessi jól. Bækurnar segja frá ungum dreng, og syskinum hans, sem uppgötva töfraheim, sem mamma þeirra var drottning í, en varð ástfangin af venjulegum manni og yfirgaf ríki sitt. Þegar hún yfirgaf það byrjuðu töfrar þess að dofna, og bróðir hennar og hinn illi Mannhundur, reyna að ná yfirráðum þar.
Ædolon-bækurnar
Í tilefni jólanna verða spurningarnar aðeins öðruvísi núna. Í stað þess að hafa beina spurningu verður mjög stutt lýsing tengd einhveri persónu, oft í tengslum við nafn hennar. Eitt stig færst fyrir rétta persónu og úr hvaða bók/bókaflokki hún er(engin hálf stig).
Vona að þetta sé ekki of erfitt.
Dæmi:
Karlkyns veiðigyðja = Artemis Fowl úr Artemis Fowl bókunum
Ferðalangur tveggja blóma = Twoflower úr Discworld bókunum
1. Riddari krossins, trésmiður, og erkiengill.
2. Fallin kvöldstjarna af góðum ættum.
3. Seiðskratti nr. 1.
4. Þokkafull ógæfa sem æfir skylmingar.
5. Lávarður miðnættis.
6. Rómversk visku- og stríðsgyðja og paradís rænir ára.
7. Klettur, úlfsbani og stórkonungur ævintýralegs lands.
8. Hrín galtar sem sigrar “Ogre” (ath. enskt nafn persónunnar).
9. Horfið tímabil drekanna.
10. Dótturdóttir Dauðans.
Þið hafið 2 vikur til að skila, til 2.janúar.