Þá er komið að Tiviu 9, ég biðst afsökunar á seinkuninni, þar sem ég var erlendis.
Stigin úr síðustu umferð fóru svona:
Morgothal: 6 stig
BillyTheWerewolf: 4 stig
girl88: 2 stig
THT3000: 1 stig
Stigin standa þá svona:
Morgothal: 41 og 1/2 stig
BillyTheWerewolf: 24 stig
THT3000: 19 stig
Mendoza: 16 stig
Master Chief: 10 stig
RemusLupin: 9 og 1/2 stig
Lestrarhestur: 8 stig
DonFeiti: 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani: 5 stig
Jolamadurinn: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
girl88: 2 stig
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig
OfurGuffi: 1 stig
Svörin voru:
1. Hvað heitir konungur Súrda í Eragon?
Boromeo Orrin.
2. Hvað hét kennari Kaspíans í Narníu?
Meistari Kornelíus.
3. Hvert er tákn beranda Lúmska hnífsins?
Það vantar á hann tvo fingur.
4. Í Artemis Fowl geta álfarnir beitt ýmis konar töfrum, t.d. læknað sig og aðra. Nefnið aðra tegund af álfatöfrum.
T.d. hugglöp & hlíf.
5. Hvaða litir eru einkennislitir Hrútsins í Stravaganza?
Rauður og gulur.
6. Af hvaða drekategund er Tannlaus í Að temja drekann sinn?
Hann er venjulegur garðdreki eða brúndreki.
7. Hvað heita börn Ísidóru drottningar í Leynilandinu?
Benjamin, Elínóra og Lísa.
8. Hvað heitir vondi presturinn í Skuggahirði?
Obadiah Demurall.
9. Hvers konar vera er Byron í Spiderwick?
Hann er griffín.
10. Spurt er um bók:
Bókin er íslensk og gefin út 2004. Í henni segir frá Hrólfi, ungum manni úr Humlabyggð, sem eitt sinn var rík og blómleg byggð, en er nú fámenn og fátæk. Hrólfur vekur óvart upp dána konu, Elvínu, sem gengur berserksgang á næturnar og virðist ætla að eyða Humlabyggð, þvert gegn vilja sínum. Hrólfur yfirgefur þá Humlabyggð í leit að Vísdómsbókinni, mátturi galdrabók, sem er það eina sem fær stöðvað Elvínu.
Þetta er Galdur Vísdómsbókarinnar.
Nýju spurningarnar:
1. Hvað heitir nágrannabær Carvahall þar sem Roran fékk vinnu í myllu?
2. Hvaða eiginleikum er munnvatni dverga búið í Artemis Fowl?
3. Hvað eru Hugrúnirnar í Abarat margar?
4. Hvað heitir smartsvartálfurinn(hobgoblin) í Spiderwickbókunum?
5. Hvaða álfkonu hittir Leda fyrst í Sverðberanum?
6. Hvert er verndardýr Nadíu Santos í bókunum eftir Isabelle Allende?
7. Hvað heita systkini Barneys í Over sea, under stone eftir Susan Cooper?
8. Af hvaða sígyptaætt er Costafkölskyldan?
9. Hvað heitir stjúpfaðir Katrionu Teresudóttur í samnefndum þríleik?
10. Hvernig vera er Skelmir Gottskálks í samnefndri bók?