Þá er komið að Triviu 7.
Stigin í seinustu umferð fóru á þennan veg:

BillyTheWerewolf: 5 og 2/3 stig
THT3000: 1 og 1/3 stig
Morgothal: 4 stig

Stigin standa þá svona:
Morgothal: 29 stig
Mendoza: 16 stig
THT3000: 16 og 5/6 stig
Master Chief: 10 stig
RemusLupin: 9 og 1/2 stig
Lestrarhestur: 8 stig
BillyTheWerewolf: 13 2/3 stig
DonFeiti: 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani: 5 stig
Jolamadurinn: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig
OfurGuffi: 1 stig



Svör:
1. Hvaða borgum í raunveruleikanum samsvara Talísku borgirnar Rómúla, Remóra og Bellezza í Stravaganza?
Bellezza=Feneyjar, Remóra=Síena og Rómúla=Róm

2. Hvaða ættbálki tilheyrir Renn í Úlfabróður?
Hrafnaflokknum

3. Hverju safnar George í The Song of the Lioness?
Eyrum af óvinum sínum

4. Hvaða tegund af steini er steinninn “Power of Stormhold” í Stardust?
Það er tópassteinn

5. Hvaða höfuðskepnu er andinn (spirit) Bob tengdur í The Dresden Files (jörð, vatn eldur, loft)?
Loftandi (Air spirit)

6. Úr hvaða hluta af dreka eru spábein Angelu í Eragon?
Úr framfótum dreka

7. Hvað heitir fylgja Asríels lávarðar í Myrkraefnaþríleiknum?
Stelmaría

8. Hvað heitir guð Kalormena í Narníu?
Tass

9. Nefnið 4 tegundir hulduvera úr Artemis Fowl?
Mismunandi svör, t.d. Hrekkálfar, Kentárar, Dvergar, Grikkálfar, Jarðálfar, Tröll og Demónar.

10. Fyrir hverju hafa Baudelaire systkinin ofnæmi?
Þau hafa ofnæmi fyrir piparminntum.

Nýju spurningarnar:

1. Hvað heita foreldrar Artemis Fowl?

2. Hvað heita foreldrar Grace-systkinanna í Spiderwicksögunum?

3. Hvert er máttarorð Nimrods í Börn Lampans?

4. Hvernig dýr eru reiðskjótar Gallívespanna í Myrkraefnaþríleiknum?

5. Hvernig dreki er Weasel í The Dragonology Chronicles?

6. Af hvaða tegund er Sorrel í The Dragon Rider?

7. Nefnið tvær leiðir til að komast til Narníu.

8. Eftir hverjum nefndi Eragon Cadoc, hestinn sinn?

9. Nefnið tvær óskir af óskalista Lowrie McCall í The Wish List.

10. Spurt er um persónu í Abarat:
Candy hittir þessa persónu um miðja fyrstu bókina, á eyjunni Dimmadag. Hann vinnur við að gefa út almanak sem langalangalangafi hans gaf fyrst út fyrir 200 árum. Hann þekkir tvo vingjarnlega, en viðkvæma, smokkfiska.

Ég minni svo á að senda svörin til mín sem skilaboð, en ekki sem álit.

Kv.
Vangefni Hrókurinn