Aðeins ÞRÍR tóku þátt í þetta sinn, sem er auðvitað alls ekki nógu gott :( Ég skora á ykkur að taka þátt í þessari Triviu, alveg sama hvað lítið þið getið. Hvar eru allir sem skrifuðu undir listann okkar? ;D

Þess vegna ætla ég að hafa þessa ofur létta, einhverjir ættu að ná 10 í þetta sinn (það hefur aldrei gerst áður)! Hér eru stigin síðan síðast:

Sokkaponzan: 8 stig
Mendoza: 3 stig
MasterChief: 1 stig

Stigatafla:

Sokkaponzan: 25 stig
H13: 13 stig
Mendoza: 10 stig
THT3000: 8 og hálft stig
DonFeiti 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani 5 stig
RemusLupin: 4 og hálft stig
Master Chief: 4 stig
Parvati: 2 og 1/2
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig

Spurningar:

1. Hvað heita bækurnar í Myrkraefnaþríleiknum?

2. Hvað heita aðalsöguhetjurnar tvær í Myrkraefnaþríleiknum?

3. Hvað fann Eragon þegar hann var á veiðum í byrjun fyrstu Eragon bókarinnar?

4. Hver skrifaði Börn Lampans?

5. Nefnið eina bók sem höfundur Artemis Fowl bókanna hefur skrifað sem er ekki í Artemis Fowl flokknum.

6. Hvað heitir önnur bókin í Abarat flokknum?

7. Spurt er um persónu í Narníubókunum.
Persónan er karlkyns og hefur aðeins komið í einni Narníubók í aukahlutverki. Hann er sjálfur galdramaður, en ekki náttúrulegur (þ.e.a.s. hann lærði að galdra úr bókum). Í byrjun bókarinnar leit hann út fyrir að vera vonda persónan, en þó bliknaði hann seinna í samanburði við aðal-vondu persónuna.
Honum er mjög illa við dýrin í Narníu, vill til dæmis ekki trúa því að þau tali í alvöru. Ekki bætir það ástandið að dýrin í Narníu héldu að hann væri tré og gróðursettu hann.
Titill bókarinnar vísar í hann…

8. Hví vill Ólafur greifi drepa “Baudelaire” börnin ( já, ég kann ekki að skrifa þetta :P )?

9. Hver er fimmti staðurinn sem Baudelaire börnin eru send á (eftir að þau urðu munaðarleysingjar ofkors)?

10. Til hvers er Skugga sjónaukinn? (í síðustu bók Myrkraefnaþríleiksins)