Ég skil ekki alveg hvað er að gerast. Eftir rúmlega 110 ár af svo mikið af vampíruskáldsögum og bíómyndum að meirihluti mannkyns leggst í gólfið og ælir á sig sjálft við það eitt að heyra orðið ‘vampíra’, þá brjótast táningsstelpur heimsins inn á svæðið og lýsa því yfir að - “hey” - þær séu búnar að finna eitthvað æðislega sniðugt. VAMPÍRUR! Nema hvað að í staðinn fyrir að vera einhvers konar gangandi myndgervingar skítugra kynóra bælds kvenfólks eða bara almennt svalar mannfýlur, þá eru vampírur táningsstelpna vælandi emokrakkar með , like, vandamál 'n stuff. Jesús.