Bara svona að bæta við, þá var Nick talinn vera sá sem hafi tekist að búa til “philosopher stone” í alvörunni, rök sem eru t.d. notuð til að styðja það er það að hann átti að hafa verið fátækur mest alla sína ævi en síðan allt í einu upp úr þurru varð hann ríkur og keypti t.d. einhver góðgerðar hús o.m.f.
Bætt við 4. febrúar 2009 - 12:15
En ég býst við að flestir viti hvað “philosopher stone” er, efni sem efnafræðingar töldu sig geta búið til, með flóknu ferli sem aðeins örfáir áttu að kunna, þetta efni átti síðan að getað breytt blýi í gull og jafnvel veita eigandanum eilíft líf (margir efnafræðingar dóu við prófanir á þessu þar sem efnin sem þeir unnu með voru oft á tíðum baneitruð). En steinninn eða þetta efni, var sagt vera búið til úr öllum efnum heimsins.