Um börn sem komast að því þegar þau eru í heimsókn hjá Nimrod frænda sínum í Bretlandi (minnir mig) að þau séu andar. Ja, hálfir andar allaveganna. Það er þannig að andahæfileikarnir erfast úr móðurlegg, svo að ef faðirinn er andi, þá verður maður það ekki sjálfur nema mamman sé það líka.
Allaveganna, þau lenda í mörgum ævintýrum, fara til Egyptalands, læra svona ‘andatöfra’ o.fl.
Ég mæli með þessum bókum ef þú hefur gaman af ævintýrabókum eða bara bókum almennt.
“One is glad to be of service.”