Ég er rétt svo búinn með fyrstu þrjár bækurnar en þær fjalla um svo margt að það er varla hægt að útskýra í stuttu máli um hvað þær fjalla án þess að það verði ruglingslegt.
En þetta eru svona nokkurskonar klassískur vestri (Dollara myndirnar með Clint Eastwood t.d.) mætir ævintýra og fantasíu heimum eins og í Hringadróttinssögu með votti af sci-fi/framtíðar blöndu (The Matrix t.d.), fantasíu og ævintýra -spennusögur.
Ég mæli með The Gunslinger Born myndasögunum frá Marvel sem hafa verið að koma út mánaðarlega frá ársbyrjun (getur fengið þær í Nexus) ef þú hefur áhuga en nennir ekki að demba þér strax út í bækurnar sjálfar.