Ég sjálf er ekki alveg viss um hvað mér finnst en ég held að ég sé meira jákvæð en neikvæð. Mér fannst hún allavega skemmtilegri en New Moon.
Það helsta sem ég hef útá að setja er að mér fannst hún frekar hæg. Hún var ekki langdregin, en hæg. Flashback senurnar voru líka of langar, þótt sögurnar sem sagðar eru í þeim séu athyglisverðar.
Fyrsta myndin er ennþá uppáhalds myndin mín. Mér fannst hún ná svo vel andrúmsloftinu og umhverfinu sem var lýst í bókinni: allt svo grænt, blautt og svolítið dularfullt. Það finnst mér ekki hafa tekist jafn vel í seinni myndunum.
Hvað finnst ykkur?
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.