takk fyrir þetta, þetta er það sama og ég var búin að finna en það virkar samt enganveginn. Dvergur hlýtur nátturlega að vera Dwarf svo hvernig greinir maður þá á milli dwarf og gnome?
Þetta er vandin með íslenskar huldufólkssögur við eigum bara Álfa, Huldufólk og Dverga. Það er ekkert þar á milli, engir gnomes, fairies, halflings, sprites eða neitt þar í viðbót.
Ég býst samt við að einhver hafi þýtt eitthvað af þessu áður, t.d. er hellings orðaforði úr íslensku þýðingunni á LOTR en ég hef aldrei lesið hana á íslensku þó að ég hafi heyrt góða hluti um þá þýðingu. Er að vonast til að einhver hafi tekið saman góðann orðalista yfir þýdd fantasíuorð og falið einhversstaðar á netinu þar sem ég gæti hugsanlega fundið hann.
en takk samt ;)