Eragon bækurnar hafa allstaðar notið vinsælda og etcetera etcetera. En er þetta í raun mjög frumlegt? Strax og ég las fyrstu bókina sá ég að það var bara búið að taka Stjörnustríð og setja yfir í Hringadróttinssögu heim.
Ungur bóndadrengur missir heimili og fjölskyldu vegna árásar ills Veldis (sem er stjórnað af öflugum stríðsmanni sem drap gömlu riddarana) sem var að leita að mikilvægu leynivopni sem gæti breytt gangi stríðsins. Hann hittir gamlan vitring og hann kennir stráknum á krafta sína. Svo ganga þeir til liðs við uppreisn og brátt kemst hann að því að einn af vondu gaurunum er skyldur sér.
Mér finnst bókin ágæt en eins er hægt að horfa á gamla Star Wars þríleikinn.