Þar sem ég er orðin ansi leið á hvað þetta áhugamál getur verið dautt, þá ætla ég að skella einum þræði hér inn. Hann er kannski ekki svo mikið til afþreyingar fyrir ykkur en mig langar að vita hvort þið hafið lesið eitthvað af þessum bókum, hvort þið mælið með þeim o.s.frv.:

Percy Jackson and the Olympians. ~Cover

5 bóka sería sem á víst að fjalla um strák sem kemst að því að hann er sonur Poseidons. Hefur einhver lesið þetta? Ef svo er þá langaði mig að forvitnast fyrir hvaða markhóp þetta er skrifað, ég get ómögulega séð hvort þetta er meira fyrir yngri kynslóðina eða bara alla aldurshópa almennt. :P Ég er sextán.


the Abhorsen Trilogy
~Cover

Á þessa reyndar uppi í skáp, er búin að kaupa hana. :) En hef enn ekki lesið hana, sá þráð um höfundinn hérna um daginn, eru þetta góðar bækur?

Discworld

Eru þær þess virði að byrja að lesa þær? :P

the Dark Tower series ~Cover

Satt að segja ekki heyrt mikið um þessar hér. Einhver ykkar gæti ef til vill sagt mér um hvað þær eru og hvort þær séu góðar. :)

Svo endilega koma með fleiri uppástungur, ég er heldur ný í að lesa allar þessar fantasíu sögur, það helsta sem ég hef lesið er þá bara Eragon, Harry Potter og þetta venjulega. Og jú, His Dark Materials reyndar.

Takk, takk^^