Ég las The Colour of Magic á íslensku þýðingunni; Litbrigði Galdranna. Ég sá að mestu leiti ekkert að þýðingunni en það voru samt nokkrir gallar:
1) Stafsetningavillur af og til. Getur verið mjög pirrandi.
2) Kom fyrir að sömu lýsingarorðin væru notuð með of stuttu millibili (og annað í þeim dúr).
3) Maður gat stundum séð fyrir sér hvernig setningarnar væru á ensku. Var einhvern vegin of beinþýtt.
Allar þessar villur hefði vel verið hægt að laga með því að fara aðeins yfir þýðinguna fyrir útgáfu. Mjög pirrandi að sjá þessa svörtu bletti á annars mjög fínni bók í íslenskri þýðingu.
Svo spurning mín (til þeirra sem tóku eftir sömu göllum og ég með Litbrigðin) er:
Er nýja bókin eins eða er búið að laga þetta?
Thnx.