Humm… fór soldið úr einu yfir í annað og það alltof fljótt… á meðan hann dvaldi lengi á stöðum sem skiptu kannski minna máli… veit ekki alveg hvernig hann spilar með Roran, hann lagði hann þannig fram á borðið að hann er orðinn ásættanleg persóna fyrir dreka, er dauðlegur þannig hann ætti að geta tekið við krúnunni og ættingjar hans eru þekktir fyrir að vera með afburðahæfileika á sviði galdra ( og þá á ég við Selenu, ekki aðra “þekktari” ættingja )
Það hvort sú staðreynd að Brom sé faðir Eragons hafi verið of fyrirsjáanleg er að vissu leiti röng, því hvenær verða hlutirnir svo ófyrirsjánlegir að sagan þurfi að líða fyrir það. Átti CP bara að breyta jafn stórum þætti í sögunni, bara afþví stór hluti aðdáenda var búinn að átta sig á því.
Annað mál finnst mér jú hvað hann missir sig oft í hasarnum og í óþolinmæði sinni er ekki að hugsa nógu mikið um mikilvægustu punktana og hvar má lengja söguna. Ég hafði voða lítinn áhuga á því að það tæki Rhunon bara hálftíma að læra á líkama Eragons, en Skugga-einvígið var svolítið undarlega fram sett…
Að mínu mati feiknaskemmtileg bók engu síður, kannski ekki bestu bókmenntirnar, en góð saga þrátt fyrir allt…
-Aðalbjörn
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.