Var að klára His Dark Materials.
Annars er skólinn að klárast hjá mér, þrjú próf eftir, og fullt af bókum sem bíða!
Næst á dagskrá eru allar í Eragon seríunni í röð, á ensku að sjálfsögðu, ég gæti allt eins byrjað á því í kvöld.
Einnig á ég Narníu upp í hillu, mig langar svolítið að lesa Sabriel bækurnar eftir Garth Nix og ég fékk kistu í fyrra með Harry Potter bókunum sem ég hef ENN ekki tekið upp, ekki eina einustu, sem ég skammast mín svolítið fyrir, en mig langar endilega að geta tekið mér tíma til að lesa þær ALLAR í röð. Sérstaklega þar sem ég hef ekki lesið 1-4 á ensku, skömm að því:(
Að lokum hef ég nýlega verið að læra sögu Grikkja í skólanum og er svolítið forvitin að lesa bækur tvær eftir man að nafni Dan Simmons en hann skrifaði tvær afsteypur af Hómerskviðum, ævintýri upp úr Trójustríði. Þær heita Ilium og svo Olympos, þar sem Hector og Achilles join forces og e-ð, hljómar spennandi…
En jáá…. (:
Bætt við 8. desember 2008 - 23:42
Gleymdi kannski að bæta því við að Twilight serían er líka á dagskrá hjá mér sem og Artemis Fowl bækurnar líka, það hefur eitthvað farið fram hjá mér að lesa þær (nema eina reyndar) og ég verð endilega að skella mér í það. ^^