Hvernig fannst ykkur myndin þið sem eruð búin að sjá hana? Sjálfum fannst mér hún svona lala og hún hefði getað verið betri.
Það er kannski örlítið frjálslega farið með söguþráðinn en samt ekki nærri jafn mikið og í Eragon sem er sennilega versta mynd allra tíma(fyrir þá sem hafa lesið bókina).
T.d. þegar ráðist var á Sígyptana og einhverjir menn tóku Lýru, þá var farið með hana beint til Ragnars, konungs brynjubjarnanna en ekki á Bölvang eins og í myndinni. Þar á eftir fer Jórekur með Lýru á Bölvang þannig að þessu er eiginlega svissað, sem ég skil engan tilgang í.
Síðan hættir myndin á kolvitlausum stað, eða þar sem Lýra og co. eru að fljúga í loftbelgnum til Asríels Lávarðar(sem átti reyndar að gerast fyrr í myndinni.)
Síðan er ekkert sýnt frá því þegar Lýra og Roger hitta Asríel í lok bókarinnar og heldur ekkert frá því þegar Asríel opnaði gat inn í hinn heiminn.

Annars var þessi mynd alveg ágæt. Ég gef henni 6,5 stjörnur af 10.
asdf