já, þetta er mín eragon fanficton og hér koma fyrstu tveir kaflarnir.
Eragon vaknaði í mirku tjaldi. Hann stóð upp og leit í kringum sig. Ekkert var í tjaldinu nema boginn sem Drottning álfa hafði gefið honum og tveir svefnpokar.
Allt í einu þrammaði Roran inn í tjaldið. ,,Ahh, gott að þú ert vakaður. Ég útbjó mat.”
Þeir voru staddir rétt fyrir utan Melian, hjá stórum skógji sem þá grunaði að Rasakkarnir feldu sig og Katrínu.
Eragon gékk útúr tjaldinu og sá þar Safíru. Hann gekk til hennar og sá þá stórt sár á kviði hennar sem Murtagh og Þyrnir höfðu valdið. Hann urraði af reiði og græddi sárið með töfrum. Hann hugsaði til baka og minntist bardaga þeirra og brosti þegar hann hugsaði að hann hafði skilið eftir sín merki á Þyrni líka. Þeir höfðu barist aftur uppá Hrygg þegar Eragon var að skoða Útgarð. Murtagh hafði elt hann síðan í stóra bardaganum á Brunasléttu og gerði svo loks árás þar. Þeir höfðu barist þangað til eragon stakk Þyrni í kviðinn og skar lítið gat á lunga drekans. Murtagh skaut Orkukúlu í Eragon og við það leið yfir Eragon og Safíra flaug til Rorans, sem hafði beðið eftir þeim í Melian á meðan þau fóru á Hrygg.
Eragon hugsaði með sér að það yrði erfitt fyrir Murtagh að græða sár Þyrnis og hann yrði jafnvel að gera það í pörtum til að eyða ekki allri sinni orku og deyja. Þá mundi að Galbatorix hafði kennt Murtagh leiðir til að nota öflugustu galdra án þess að missa orku sína. Eragon bölvaði, hann yrði að læra þetta sjálfur ef hann ætlaði að sigra Veldið.
***
Dáldið norðar var annar dreki og annar riddari á flugi. Þeir voru á leið til Urban að gefa meistara sínum skírslu.
Á móti þeim kom tröllvaxinn svartur dreki og á baki hans sat sjálfur konungar manna, Gabatorix.
,,Hvernig gekk? Af hverju fylgja Drekinn og drekariddarinn sem þú áttir að færa mér?”
,,Eragon náði að koma höggi á Þyrni og við lutum í lægra haldi.”
,,Jæja, við þurfum öðrum hlutum að sinna. Eltu mig.”
,,Hvert erum við að fara?”
,,Kemur í ljós.”
Þeir flugu yfir Ramúrafljót og minntist þess þegar þeir eragon fóru yfir fjótið. Þó þeir Eragon væru óvinir þá saknaði hann gömlu daganna þegar þeir ferðuðust saman. Það var allt ónýtt núna nema að Galbatorix mundi falla eða Eragon gengi til liðs við þá og hvorugt væri líklegt til að gerast á næstunni.
Þeir flugu í nokkra klukkutíma þar tl þeir lentu í Dras-leona. Þar tóku þeir vistir og héldu síðan áfram.
Daginn eftir voru þeir komnir til Kuasta. Galbatorix lenti dreka sínum ofan á stórt hús, greinilega hús hæstráðanda borgarinnar, og benti Murtagh að gera slíkt hið sama.
Þeir gengu inn í húsið og á móti þeim tók maður sem leiddi þá til skirfstofu Borgarstjórans sem hét Rubain.
Skrifstiofa Rubains var öll í drasli.
,,Konungur” Sagði Rubain ,,Það er mér heiður að hitta þig”
,,Já, sleppum öllu smjaðri, eruð þið búnir að finna hreiðrið?”
,,já konungur, það höfum við gert þó það hafi ekki verið okkur auðvelt, það er staðsett á Fróngarði”
Galbatorix brosti og drap síðan manninn án minnstu handhreifingar, ásammt öðrum í húsinu.
Þeir flugu í átt að Fróngarði.
Murtagh vogaði sér ekki að spurja hvaða hreiður Rubein og Galbatorix höfðu verið að tala um né af hverju Galbatorix hafði drepið allt fólkið.
Þegar til fróngarðs var komið tók murtagh eftir stóru eldfjalli, og ofan í gíg þess var stórkostleg borg. Hún var ekki stór en glæsileikinn leyndi sér ekki, Murtagh mundi eftir frásögnum Morzans um þennan stað. Hér hafði enginn búið í hundruð ára, eða eftir fall drekariddarana.
,,Ég vil að þú passir þig vel á meðan við skoðum eyjuna, hér býr annar dreki, villtur og hættule…” áður en Galbatorix náði að klára setinuguna reis upp risastór dreki, mikið, mikið stærri en Shruikan og spjó eld í átt til þeirra. Þeir rétt náðu að víkja sér undan en drekinn gerði aðra árás.
Eftir mikla baráttu náðu þeir að hrista af sér drekann og settust niður í Dorú Areaba.
,,Hver andskotinn var þetta?” spurði Murtagh frekar skelkaður.
,,Þetta var móðir Shruikan, og sömuleiðis móðir Þyrnis. Við erum hér komnir til að fá frá henni egg, þar sem hún á tuttugu egg og öll helguð Drekariddurum.”
,,Og hvernig ætlum við að fá hana til þess? Hún réðst á eigin akvæmi.”
,,Við ætlum ekki að fá hana ti þess, heldur Eragon.”
***