Spuni-Leyndarmálið kafli 2
,,Hvar er ég?´´ spurði Kate. Hún sat á gólfinu í einhverju herbergi. Veggirnir voru úr steypu svo hún gat ekki brotið þá. Þetta var eins og venjulegt herbergi, reyndar eins og hennar eigin herbergi. Hún stóð upp og sá að það var hleri á miðju gólfinu. Hann var gerður úr viði og var orðinn mjög fúinn. Kannski get ég brotið hlerann og komist út, hugsaði hún. Hún sparkaði í hlerann og hann brotnaði. Hún leit niður, þarna voru tröppur sem lágu niur og hún sá að þarna var líka gangur. Kate fór niður tröppurnar með vasaljós sem hún fann í herberginu. Hún kveikti á því og sá dyr við enda gangsins. Dyrnar voru ólæstar, hún opnaði þær og þar sá hún mann sem virtist vera að bíða eftir henni. Hún kannaðist eitthvað við þennan mann. Þá man hún það, þetta er maðurinn úr draumnaum. ,,Halló Kate.´´ sagði maðurinn. ,,Hvernig veistu hvað ég heiti?´´ spurði Kate og virtist half skelkuð. ,,Ég bara veit það. Hefur þú eitthvað á móti því?´´ spurði maðurinn. ,,Já reyndar´´ sagði Kate. ,,Ég hef verkefni handa þér.´´ sagði maðurinn. ,,Ég skal hlusta.´´ sagði Kate. Þegar maðurinn hafði sagt henni frá verkefninu þá sagði Kate ,,Ég skal gera þetta og ég segji engum frá því.´´ Hún fór af stað og gekk útí myrkrið, tilbúin.