Hann stóð upp, hann þorði ekki að spyrja. En hann varð en hvernig? Þessi spurning ómaði í höfði hans. Hann vissi ekki hvað hann ætti að gera.
12 árum seinna vaknaði Kate Serel uppúr vondum draum. Draumurinn hvarf úr huga hennar þegar hún vaknaði. Klukkan var orðin 7:15. Það var mánudagur og skóli. Henni fannt leiðinlegt í skóla, það var eitt af því leiðinlegasta í heimi að hennar mati. Hún klæddi sig og fékk sér morgunmat. Þegar hún kom inní eldhús stóð mamma hennar, Elle Serel, við eldavélina og var að steikja beikon og egg. ,,Hvernig svafstu í nótt?´´spurði hún. ,,Bara ágætlega´´ laug Kate. Það eina sem hún man var að einhver maður var í draumnum en hver? Hún þekkti ekki föður sinn. Hann hvarf þegar hún var 3ja ára. Hún fór útí bílskúr og náði í hjólið sitt þegar hún var búin með morgunmatinn. Hún átti heima nálægt skólanum svo hún hjólaði alltaf. Henni langaði mest að skrópa því í dag var stærðfræðipróf. Hún hataði stærfræði, til hvers var stærðfræðin? Til náms eða til pyntingar? Stærðfræðikennarinn hr.Math var ógeðslega leiðinlegur við hana. Ein af ástæðunum fyrir að hún hataði stærðfræði. Hún hugsaði um þetta en allt í einu varð allt svart.