Mmkaay.
Jú, ég nefndi líka að upplýsingaflæðið væri bara til þess að fá mig til að halda áfram að lesa.. Málið er nefnilega að ég hafði ekki beint gaman af lestrinum, heldur frekar á þessu stöðuga upplýsingaflæði. Kann ekki alveg að útskýra það, en ég veit hvernig tilfinningin er að lesa skemmtilega bók.
Til að svara spurningunni þinni, þá býr nú auðvitað ákveðin dulúð yfir persónunum, jafnt og heiminum sem þetta gerist í.. en ég man hins vegar ekki hvort mér hafi fundist þær fyrirsjáanlegar. Minnir bara að persónurnar hafi ekkert virst vera mikið dýpri en það sem þær sýndu á yfirborðinu, en það er líka orðið frekar langt síðan ég las eitthvað í þessu seinast.