Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Það er ekki hægt að segja að ævintýri séu eitthvað óvinsæl ritgrein hér á landi; Hringadróttinssaga, Harry Potter og Eragon hafa verið þýddar við miklar vinsældir (þó svo að það megi deila um snilli síðastnefndu seríunnar). Þá hefur Ísfólkið einnig notið töluverðra vinsælda (þó svo að það sé meira eins og rauð sería í ævintýrabúning), en fátt hefur sést af ævintýrum íslenskra höfunda.
Hvar eru íslensku ævintýrahöfundarnir?