veit að ég er seinn, var bara búinn að vera útúr heiminum í svolítið langan tíma (huga ss) og var að lesa yfir.
Oromis var sjúkur, ef ég man rétt, sem skýrir afhverju hann er að deyja. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað Oromis sagði, enda las ég bókina á ensku og sumt fór kannski á milli línanna, en ef hann hefur sagt að drekariddarar deyji á endanum hlýtur hann að hafa lagt einhverja dýpri merkingu á bak við það, því að C.P. skrifaði það í fyrri bókinni að drekariddarar lifðu eins lengi og drekar þeirra, jafnvel lengur ef drekinn deyr, en drekar eru ódauðlegir falli þeir ekki fyrir hendi annarrar veru… Það er að segja, ef ég man rétt…
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.