Eoin Colfer ólst upp í Wexford í Írlandi ásamt fjórum bræðrum hans, Paul, Eamon, Donal og Niall. Hann þróaði fyrst ástríðu sína á skriftum í grunnskóla, þegar hann las Víkingabækur sem hann fékk áhuga á í sögu tímum í skóla. Faðir hans var grunnskólakennari og var líka listamaður og sagnfræðingur. Móðir hans var ‘’drama’’ kennari. Eftir skólagöngu sína fékk hann gráðu sína úr Dublin University sem grunnskólakennari og hélt aftur til vinnu í Wexford. Hann giftist árið 1991 og hann og kona hans eyddu sirka fjórum árum við vinnu í Saudi Arabíu, Túnis og Ítalíu. Fyrsta bókin hanns, Benny og Omar, var gefin út árið 1998, byggð á reynslu hans í Túnis. Síðan þá hefur hún verið þýdd yfir á mörg tungumál. Árið 2001 var fyrsta Artemis Fowl bókin gefin út og hann gat sagt upp starfi sínu sem kennari og einbeitt sér fullkomlega af að skrifa. Hann býr nú í Írlandi með konu sinni og tveimur börnum. Hann sagði : “I will keep writing until people stop reading or I run out of ideas. Hopefully neither of these will happen anytime soon. ” (ég mun halda áfram að skrifa þangað til fólk hættir að lesa eða ég fæ ekki fleiri hugmyndir. Vonandi gerist hvorugt bráðlega.) Þetta var þýtt lauslega.
Bækurnar sem Eoin Colfer hefur skrifað eru :
Benny and Omar (1998)
Benny and Babe (1999)
Going Potty (1999)
The Wish List (2000)
Ed's Funny Feet (2000)
Ed's Bed (2001)
Artemis Fowl (2001)
Artemis Fowl: The Arctic Incident (2002)
Artemis Fowl: The Eternity Code (2003)
Artemis Fowl: The Seventh Dwarf (short story; 2004)
Artemis Fowl: The Opal Deception (2005)
Artemis Fowl: The Lost Colony (2006)
The Artemis Fowl Files (companion book; The
Legend of Spud Murphy (2004)
The Supernaturalist (2004)
The Legend of Captain Crow's Teeth (2006)
Half Moon Investigations (2006)
The Legend of the Worst Boy in the World (2007)
Heimildir frá Wikipedia